Ramon Fonseca
Ramon Fonseca
Panamski lögmaðurinn Ramon Fonseca, einn eigenda lögmannsstofunnar Mossack Fonseca sem árið 2016 varð að miðpunkti hneykslisins sem kennt varð við Panamaskjölin, lést í fyrrinótt 71 árs að aldri þar sem hann beið hegningarákvörðunar vegna peningaþvættis

Panamski lögmaðurinn Ramon Fonseca, einn eigenda lögmannsstofunnar Mossack Fonseca sem árið 2016 varð að miðpunkti hneykslisins sem kennt varð við Panamaskjölin, lést í fyrrinótt 71 árs að aldri þar sem hann beið hegningarákvörðunar vegna peningaþvættis.

AFP-fréttaveitan hefur eftir einum lögfræðinga hans að heilsuveila Fonseca hafi verið ástæða þess að hann var ekki viðstaddur réttarhöldin, sem hófust 8. apríl.

Gagnaleki frá lögmannsstofunni afhjúpaði hvernig auðugt fólk um allan heim geymdi auðæfi sín í aflandsfélögum, iðulega til að forða þeim undan skattlagningu heima fyrir.