Framfarir Styrkþegar og fulltrúar Samtaka iðnaðarins við afhendinguna.
Framfarir Styrkþegar og fulltrúar Samtaka iðnaðarins við afhendinguna. — Ljósmynd/BIG
Úthlutað var tveimur styrkjum í vikunni úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins, alls upp á 5,5 milljónir króna. Tvö verkefni voru styrkt, annars vegar á vegum Málms og Tækniskólans og hins vegar til Háskóla Íslands, HÍ

Úthlutað var tveimur styrkjum í vikunni úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins, alls upp á 5,5 milljónir króna. Tvö verkefni voru styrkt, annars vegar á vegum Málms og Tækniskólans og hins vegar til Háskóla Íslands, HÍ.

Málmur og Tækniskólinn hljóta 3,5 milljóna króna styrk til að vinna að gerð námskrár þannig að Tækniskólanum verði gert kleift að bjóða upp á námsbraut í kælitækni. Styrkþegar munu meta hvaða fög Tækniskólinn þarf sérstaklega að koma á til þess að námsbrautin verði samanburðarhæf við önnur norræn lönd. Ekki hefur verið boðið upp á námið hérlendis og hafa áhugasamir nemendur þurft að sækja námið erlendis, segir í tilkynningu frá SI.

Háskóli Íslands hlýtur 2 milljóna króna styrk vegna NordYk, ráðstefnu norrænna samtaka um rannsóknir á starfsmenntun, sem fer fram í júní næstkomandi.