Á Boðnarmiði eru Morgunvísur eftir Ingólf Ómar Ármannsson: Ljómar árdags geislaglóð grænkar mosadyngja. Graðir þrestir ástaróð út’ í garði syngja. Geislum baðar grund og fjöll glæðir ljós og varma

Á Boðnarmiði eru Morgunvísur eftir Ingólf Ómar Ármannsson:

Ljómar árdags geislaglóð

grænkar mosadyngja.

Graðir þrestir ástaróð

út’ í garði syngja.

Geislum baðar grund og fjöll

glæðir ljós og varma.

Röðull skreytir skýjahöll

skærum morgunbjarma.

„Úr hversdagsleikanum“, staka eftir Ólaf Stefánsson:

Það sem hérna verst ég veit

og vil að um þú talir,

er þegar dúfan þrjóska skeit

á þessar fínu svalir.

Stökur eftir Davíð Hjálmar Haraldsson:

Yfir túnið fíflar flæða,

fránir eins og bráðið gull.

Dreift um bláma himinhæða

Herrann breiðir skýjaull.

Vorið hlær og vill á sprett:

Vakni þeir er sofa!

Hrjúfri rödd við Hreiðurklett

hrafnar Guð sinn lofa.

Hannes Pétursson skrifar í bók sinni um dægurkveðskap séra Tryggva H. Kvaran að hann hafi ort þessa stöku á námsárum sínum. – „Hinir deilugjörnu, rammpólitísku ritstjórar blaðanna voru misvel metnir, allt eftir stjórnmálaskoðunum lesenda eins og gengur“:

„Þú mátt eiga þetta lið,

það mun við þig stjana,“

sagði Drottinn Satan við

og sýndi’ honum ritstjórana.

Þessa stöku um embættisbróður sinn séra Lárus Arnórsson á Miklabæ orti séra Tryggvi sennilega 1925-30:

Unga leit hann auðargná,

ástarskjálfta fékk hann.

Vegur mjór til lífsins lá,

Lárus prestur gekk hann.

Jóhann frá Flögu segir frá því að Níels Jónssyni skálda farist þannig orð um skáldskap Péturs prófasts á Víðivöllum í ljóðabréfi:

Harðara stáli hans eg finn

hróðrar þjála sköfnunginn.

Hans eru málin hreinskilin;

hans er sálin tröllaukin.

Anna S. Snorradóttir yrkir limruna „Gamli kærastinn“:

Er hann fór var ég fjarska slegin

en fljótlega lifandi fegin.

Sjálfur telur hann sig

Vera’ í tygjum við mig

á Túngötu bakdyramegin.

¶Mærin hafði á mönnum vald,¶- margar átti hún sögur –¶ekki fyrir innihald¶en umgjörðin var fögur.¶Limra eftir Stein Kristjánsson:¶Hann Gideon Menash frá Ghana¶og garðyrkjukonan hún Jana.¶Þau lifðu í lukku¶og látlaust þau drukku¶á Prikinu kaldan af krana.¶Magnús Halldórsson á reiðtúr um Hvols(fjall):¶Fátt er grænt og frost í jörð¶fölir eru móar.¶Vetri undan visin börð¶vella gráir spóar.¶Þorgeir Magnússon um vorkomuna:¶Þegar mesta dimman dvín¶og dagana tekur lengja,¶sál mína fer að svengja;¶blanda þá kaffi í brennivín,¶bergi á þessu að gamni mín¶með vinum mínum, vösku safni drengja.¶Öfugmælavísan:¶Hafa þeir dún í hafskipin,¶hreinagler í möstrin stinn,¶elta þeir steininn eins og skinn,¶í ólar rista fuglsbeinin.¶