Bestur Stefán Teitur Þórðarson með verðlaunagripinn í gær.
Bestur Stefán Teitur Þórðarson með verðlaunagripinn í gær. — Ljósmynd/Silkeborg
Stefán Teitur Þórðarson, landsliðsmaður í knattspyrnu, varð í gær danskur bikarmeistari þegar lið hans, Silkeborg, sigraði AGF, lið Mikaels Andersonar, 1:0, í úrslitaleik á Parken í Kaupmannahöfn. Þetta er annar bikarmeistaratitill Silkeborg sem áður vann bikarinn árið 2001

Stefán Teitur Þórðarson, landsliðsmaður í knattspyrnu, varð í gær danskur bikarmeistari þegar lið hans, Silkeborg, sigraði AGF, lið Mikaels Andersonar, 1:0, í úrslitaleik á Parken í Kaupmannahöfn. Þetta er annar bikarmeistaratitill Silkeborg sem áður vann bikarinn árið 2001. Íslendingarnir léku báðir allan tímann og Stefán var heiðraður sérstaklega í leikslok en hann var valinn besti leikmaður bikarkeppninnar á tímabilinu.