Búenos Aíres Auðar vagnstöðvar við Constitucion-lestarstöðina í gær.
Búenos Aíres Auðar vagnstöðvar við Constitucion-lestarstöðina í gær. — AFP/Luis Robayo
Verkalýðsfélög í Argentínu stóðu fyrir sólarhringsallsherjarverkfalli í gær til að mótmæla niðurskurði og hagræðingaraðgerðum Javiers Mileis forseta. Aðgerðir hans hafa komið jafnvægi á markaðina heima fyrir en komið illa við raunhagkerfið, að sögn Reuters

Verkalýðsfélög í Argentínu stóðu fyrir sólarhringsallsherjarverkfalli í gær til að mótmæla niðurskurði og hagræðingaraðgerðum Javiers Mileis forseta. Aðgerðir hans hafa komið jafnvægi á markaðina heima fyrir en komið illa við raunhagkerfið, að sögn Reuters.

Almenningssamgöngur lömuðust og stórmarkaðir, flugvellir og bankar neyddust til að loka dyrum sínum þar sem flest stærstu verkalýðsfélögin tóku þátt í aðgerðunum.