Orðasambandið að vera á reki merkir að berast fyrir vindi og straumi. Það er sjónarmunur á því og að vera á reiki, einn stafur, en þessu vill slá saman

Orðasambandið að vera á reki merkir að berast fyrir vindi og straumi. Það er sjónarmunur á því og að vera á reiki, einn stafur, en þessu vill slá saman. Reik þýðir þarna óstöðugleiki, óvissa og orðasambandið merkir: e-ð er óstöðugt, breytilegt. Margt getur verið á reiki: hugur manns, merking orða, staðsetning himnaríkis …