Arnheiður Eiríksdóttir messósópran kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í kvöld kl. 19.30. Þar syngur hún „nokkur af dáðustu sönglögum Griegs þar sem hljómmikil rödd hennar og ástríða fær að njóta sín til fulls“, eins og segir í tilkynningu

Arnheiður Eiríksdóttir messósópran kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í kvöld kl. 19.30. Þar syngur hún „nokkur af dáðustu sönglögum Griegs þar sem hljómmikil rödd hennar og ástríða fær að njóta sín til fulls“, eins og segir í tilkynningu.

„Danski básúnuleikarinn Jesper Busk Sørensen, einn fremsti básúnuleikari álfunnar, kemur einnig fram á tónleikunum og flytur glænýjan konsert eftir Bo Holten undir stjórn Thomas Søndergårds. Lokahnykkur tónleikanna er hin þokkafulla og leyndardómsfulla sjötta sinfónía Sibeliusar.“