— Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þátttakenda í Forsetahlaupi Ungmennafélags Íslands í blíðunni í gær. Vel á þriðja hundrað fólks á öllum aldri tóku þátt í hlaupinu. Á meðal þátttakenda voru forsetaframbjóðendurnir Helga Þórisdóttir og Ástþór Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þátttakenda í Forsetahlaupi Ungmennafélags Íslands í blíðunni í gær.

Vel á þriðja hundrað fólks á öllum aldri tóku þátt í hlaupinu. Á meðal þátttakenda voru forsetaframbjóðendurnir Helga Þórisdóttir og Ástþór Magnússon.

Einkunnarorð Forsetahlaupsins eru gleði, samvinna, samvera og hreyfing, í takt við ungmennafélagsandann. Allir sem tóku þátt fengu verðlaun, þar á meðal forseti Íslands sem hljóp með númerið 1.

Að hlaupinu loknu hófst fjölskylduhátíðin Forsetabikarinn og afhenti forsetinn þar verðlaun.