Garðabær Ísold Sævarsdóttir á fullri ferð í átt að körfu Keflvíkinga.
Garðabær Ísold Sævarsdóttir á fullri ferð í átt að körfu Keflvíkinga. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Stjarnan knúði fram oddaleik í einvíginu við Keflavík í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik með því að vinna fjórða leik liðanna í Garðabæ í gær, 86:79. Staðan er því 2:2 eftir fjóra heimasigra í rimmunni og úrslitin ráðast í Keflavík á mánudagskvöldið

Stjarnan knúði fram oddaleik í einvíginu við Keflavík í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik með því að vinna fjórða leik liðanna í Garðabæ í gær, 86:79.

Staðan er því 2:2 eftir fjóra heimasigra í rimmunni og úrslitin ráðast í Keflavík á mánudagskvöldið. Þar kemur í ljós hvort liðanna leikur til úrslita gegn Njarðvík sem vann Grindavík 3:0 í hinu einvíginu.

Stjarnan komst í 30:19 en Keflavík jafnaði í lok fyrri hálfleiks, 42:42. Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi en Stjarnan var með nauma forystu allan fjórða leikhlutann og hélt henni til loka.

Katarzyna Trzeciak skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Denia Davis-Stewart skoraði 24 stig og tók 18 fráköst, Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 21 stig og Ísold Sævarsdóttir 11.

Hjá Keflavík var Daniela Wallen með 24 stig og 15 fráköst, Thelma Ágústsdóttir skoraði 15 stig og Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 13 stig og tók 15 fráköst.