Dúett Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague mynda djasstvíeyki.
Dúett Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague mynda djasstvíeyki.
Tveir viðburðir verða í Hannesarholti í dag, föstudaginn 10. maí: annars vegar opnun myndlistarsýningar Diddu H. Leaman klukkan 15-17 og hins vegar tónleikar með djasstvíeykinu Silvu & Steina kl

Tveir viðburðir verða í Hannesarholti í dag, föstudaginn 10. maí: annars vegar opnun myndlistarsýningar Diddu H. Leaman klukkan 15-17 og hins vegar tónleikar með djasstvíeykinu Silvu & Steina kl. 20.

Stundum raða ég stundum saman er heiti sýningar Diddu H. Leaman sem verður opnuð í dag. Þar sýnir hún verk sem unnin eru með bleki og tússi á pappír. „Myndirnar vísa í eigin hugarheim og náttúruna og ýmis fyrirbæri hennar, svo sem liti og birtuskilyrði. Áhrifa frá ferðalögum til Hólmavíkur og dvalar við Steingrímsfjörð gætir í mörgum verkanna,“ segir í tilkynningu. Sýningin stendur út maí.

Djasstvíeykið Silva & Steini samanstendur af söngkonunni Silvu Þórðardóttur og söngvaranum og píanóleikaranum Steingrími Teague. „Efnisskráin verður bland af rykföllnum standördum og lögum af mærum djassins og annarra stefna, og áherslan lögð á pláss, nærveru og samspil radda þeirra Silvu og Steina,“ segir í tilkynningunni.