Aðstoð Algengara var á árum áður að móðir og barn létust í fæðingu.
Aðstoð Algengara var á árum áður að móðir og barn létust í fæðingu. — Ljósmynd/Colourbox
Heilbrigðisstarfsfólk sem Morgunblaðið ræddi við segir óljóst hver beri ábyrgð ef upp koma vandamál í fæðingu sem bregðast hefði mátt við. Greint var frá því í blaðinu í gær að þrjú börn hefðu fæðst án aðkomu fagfólks á Íslandi það sem af er ári og sex á síðasta ári

Heilbrigðisstarfsfólk sem Morgunblaðið ræddi við segir óljóst hver beri ábyrgð ef upp koma vandamál í fæðingu sem bregðast hefði mátt við. Greint var frá því í blaðinu í gær að þrjú börn hefðu fæðst án aðkomu fagfólks á Íslandi það sem af er ári og sex á síðasta ári.

Misjafnt er hvort mæður sem kjósa fæðingu án aðkomu fagaðila nýti sér meðgönguvernd á meðgöngunni. Að sögn Helgu Sólar Ólafsdóttur, leiðtoga félagsráðgjafa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er boðið upp á meðgönguvernd til að greina hvort vandi sé á meðgöngu sem krefjist læknismeðferðar við fæðingu.

Kveðst hún velta fyrir sér hvort landsmenn séu búnir að gleyma því hvers vegna rík áhersla var lögð á að mennta ljósmæður þannig að þær gætu verið konum innan handar í fæðingu. Hún segir þó alveg skýrt að aldrei sé hægt að neyða konu til að sækja mæðravernd eða fæða með aðkomu ljósmóður.

„Gleymum því ekki að okkar vali fylgir ábyrgð. Með valinu er móðirin að taka ábyrgðina á því ef eitthvað kemur upp á.“

Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarteymis Landspítalans, minnir á að á árum áður hafi verið mun algengara að móðir og barn létust í fæðingu eða skömmu eftir hana. klaraosk@mbl.is