Sashko Danylenko
Sashko Danylenko
Sýningin Munkur – að búa til hreyfimyndir um ævintýri með verkum úkraínska listamannsins Sashkos Danylenkos verður opnuð í dag kl. 16 í Úthverfu á Ísafirði. Á sýningunni verður teiknimyndin Munkur / Monk (2018) til sýnis auk skissuteikninga og…

Sýningin Munkur – að búa til hreyfimyndir um ævintýri með verkum úkraínska listamannsins Sashkos Danylenkos verður opnuð í dag kl. 16 í Úthverfu á Ísafirði. Á sýningunni verður teiknimyndin Munkur / Monk (2018) til sýnis auk skissuteikninga og vatnslitamynda sem veita innsýn í tilurð verksins. Listamaðurinn verður viðstaddur opnun sýningarinnar sem stendur til fimmtudagsins 30. maí.

Sashko Danylenko (1989) er úkraínskur kvikmyndagerðarmaður, sjónrænn sagnamaður, teiknari og margmiðlunarlistamaður. Í verkum sínum sameinar hann þjóðlegan stíl og nútímastíl, og blandar jafnframt saman vísindalegri og listrænni nálgun á viðfangsefnið, að því er segir í tilkynningu. Danylenko er með aðsetur í Bandaríkjunum um þessar mundir en dvelur nú í gestavinnustofu ArtsIceland á Ísafirði.