„Þetta hefur verið skemmtilegt ferðalag, þriðja platan. Ég er farinn að finna fyrir mikilli reynslu í tónlist og útgáfu og er ánægður með móttökurnar,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson úr hljómsveitinni Hipsumhaps í Ísland vaknar um plötuna Ást & praktík

„Þetta hefur verið skemmtilegt ferðalag, þriðja platan. Ég er farinn að finna fyrir mikilli reynslu í tónlist og útgáfu og er ánægður með móttökurnar,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson úr hljómsveitinni Hipsumhaps í Ísland vaknar um plötuna Ást & praktík. Platan hefur slegið í gegn og var tilnefnd í flokknum plata ársins á Hlustendaverðlaununum og í flokknum texti ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. „Eitt af því sem mig langaði að prófa með þessa plötu var að setjast niður með einhverjum og skrifa texta.“ Meira á K100.is.