— Morgunblaðið/Hörður Kristleifsson
Veðurstofa Íslands lýsti yfir lokum eldgossins við Sundhnúkagígaröðina í gærmorgun. Eldgosið braust út 16. mars og stóð yfir í 54 daga. Gosórói hafði farið minnkandi á miðvikudag og voru engar hraunslettur sjáanlegar í fyrrinótt

Veðurstofa Íslands lýsti yfir lokum eldgossins við Sundhnúkagígaröðina í gærmorgun. Eldgosið braust út 16. mars og stóð yfir í 54 daga. Gosórói hafði farið minnkandi á miðvikudag og voru engar hraunslettur sjáanlegar í fyrrinótt. Myndin hér að ofan var tekin í gær og sést reykur stíga upp úr gígnum en hvergi er að sjá glóandi hraun.

Kvikusöfnun heldur þó áfram undir Svartsengi og þykir líklegt að næstu eldsumbrot séu ekki langt undan. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir næstu lotu yfirvofandi. Mikil óvissa ríki þó og telur hann ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. „Það eru engin gögn sem hægt er að byggja á,“ segir hann. » 4 og 6