Norður ♠ G96 ♥ 943 ♦ ÁD765 ♣ DG Vestur ♠ D43 ♥ Á862 ♦ 9432 ♣ 96 Austur ♠ K105 ♥ DG105 ♦ 8 ♣ K10874 Suður ♠ Á872 ♥ K7 ♦ KG10 ♣ Á532 Suður spilar 3G

Norður

♠ G96

♥ 943

♦ ÁD765

♣ DG

Vestur

♠ D43

♥ Á862

♦ 9432

♣ 96

Austur

♠ K105

♥ DG105

♦ 8

♣ K10874

Suður

♠ Á872

♥ K7

♦ KG10

♣ Á532

Suður spilar 3G.

Jón heitinn Baldursson talaði fyrir því árum saman að spila ekki út frá ásnum smátt fjóra gegn þremur gröndum. „Það þarf ekki að fría ásana,“ sagði hann og meinti að miklu væri hætt fyrir lítinn ávinning. Jón hefði ekki gefið þrjú grönd í spilinu að ofan.

Þrjú grönd voru spilið á tíu borðum Íslandsmótsins og fjórum sinnum kom út lítið hjarta. „Ég er ekki að segja að það sé rangt að spila út hjarta,“ sagði einn austurspilarinn vonsvikinn í eftirmálanum, „en það er eina útspilið sem gefur níunda slaginn.“

Og það er alveg rétt og staðfest af GIB-forritinu á Bridgebase. Að vísu fengu þrír aðrir sagnhafar níu slagi eftir hvassara útspil, en það er önnur saga.