Bikarmeistarar Sveindís Jane Jónsdóttir og samherjar fagna.
Bikarmeistarar Sveindís Jane Jónsdóttir og samherjar fagna. — Ljósmynd/Wolfsburg
Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gær þýskur bikarmeistari í knattspyrnu með Wolfsburg, þriðja árið í röð, þegar liðið vann þýsku meistarana Bayern München, með Glódísi Perlu Viggósdóttur sem fyrirliða, 2:0 í úrslitaleiknum í Köln

Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gær þýskur bikarmeistari í knattspyrnu með Wolfsburg, þriðja árið í röð, þegar liðið vann þýsku meistarana Bayern München, með Glódísi Perlu Viggósdóttur sem fyrirliða, 2:0 í úrslitaleiknum í Köln. Jule Brand og Dominique Janssen skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Sveindís byrjaði á bekknum en lék síðustu 25 mínúturnar. Þetta er tíundi sigur Wolfsburg í bikarkeppninni í röð, frá 2015, og sá ellefti alls.