Svartur á leik
Svartur á leik
Staðan kom upp á danska meistaramótinu sem lauk 1. apríl síðastliðinn í Svendborg. Sigurvegari mótsins, Boris Chatalbashev (2.448), hafði svart gegn Martin Haubro (2.436)

Staðan kom upp á danska meistaramótinu sem lauk 1. apríl síðastliðinn í Svendborg. Sigurvegari mótsins, Boris Chatalbashev (2.448), hafði svart gegn Martin Haubro (2.436). 38. … Db8! 39. Db2 Dxb2 nákvæmara var að leika 39. … Dc7. 40. Hxb2 Bg7 og hvítur gafst upp, jafnvel þótt hann hefði getað haldið baráttunni áfram eftir 41. Hd2! Hxd2 42. He8+ Bf8 43. Rxd2. Lokastaða efstu manna mótsins varð eftirfarandi: 1. Boris Chatalbashev 8 vinninga af 9 mögulegum. 2. Jesper Sondergaard Thybo (2.542) 7 1/2 v. 3.-4. Filip Boe Olsen (2.456) og Bjorn Moller Ochsner (2.518) 5 1/2 v. Hinn 1. maí síðastliðinn voru stigahæstu skákmenn Danmerkur þeir Jonas Buhl Bjerre (2.653) og Mads Andersen (2.597) en hvorugur tók þátt í meistaramótinu. Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hefst í kvöld og lýkur nk. sunnudag, sjá nánar á skak.is.