Búið er að selja rúman helming íbúða á þremur þéttingarreitum í miðbæ Reykjavíkur. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Snorrahúsa ehf., segir eftirspurnina hafa glæðst að undanförnu. Alls hafa verið seldar 68 íbúðir af 133 á reitunum þremur, þar af hafa 28 íbúðir selst frá áramótum

Búið er að selja rúman helming íbúða á þremur þéttingarreitum í miðbæ Reykjavíkur. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Snorrahúsa ehf., segir eftirspurnina hafa glæðst að undanförnu. Alls hafa verið seldar 68 íbúðir af 133 á reitunum þremur, þar af hafa 28 íbúðir selst frá áramótum. Kristinn Þór gerir ráð fyrir að selja flestar íbúðirnar fyrir sumarlok. Spurður út í ákvörðun Seðlabankans um að halda vöxtum óbreyttum segir hann að vaxtastigið muni hægja á uppbyggingu nýrra íbúða. Fyrir vikið verði minna framboð á markaðnum en ella þegar vextirnir fara að lækka.

Jason Kristinn Ólafsson, löggiltur fasteignasali hjá Betri stofunni fasteignasölu, segir þó vera líf á fasteignamarkaðinum og að margir séu að skoða eignir þrátt vextina. » 11