Íslendingar fjölmenntu á Lækjartorg á 17. júní 1973. Þá voru þeir með stórum staf, en árið eftir voru þeir með litlum staf allir með tölu.
Íslendingar fjölmenntu á Lækjartorg á 17. júní 1973. Þá voru þeir með stórum staf, en árið eftir voru þeir með litlum staf allir með tölu. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
„Nú skal íslendingur vera með litlum staf“ var yfirskrift fréttar í Morgunblaðinu í júní 1964 og mátti lesa úr henni að þetta þætti langt gengið, þótt ekki væri það sagt berum orðum. Fréttin fjallar um nýja auglýsingu…

„Nú skal íslendingur vera með litlum staf“ var yfirskrift fréttar í Morgunblaðinu í júní 1964 og mátti lesa úr henni að þetta þætti langt gengið, þótt ekki væri það sagt berum orðum.

Fréttin fjallar um nýja auglýsingu menntamálaráðuneytisins um stafsetningarrreglur og greinarmerkjasetningu. Kemur fram að valfrelsi í stafsetningu og sérstaklega greinarmerkjasetningu verði mun meira en áður var.

Þó sé ein breyting, sem „fyrst og fremst sker í augu“, og hún sé afdráttarlaus: „Þjóðheiti, þjóðflokkaheiti, nöfn á íbúum landshluta (héraða, hreppa) og íbúum heimsálfa skal rita með litlum staf: t.d. íslendingur (leturbr. Mbl.), mongóli, austfirðingur, keldhverfingur, evrópumaður …“

Í auglýsingunni voru einnig reglur um afnám z, en þó megi nota hana í sérnöfnum af erlendum uppruna, til dæmis Zóphanías og Zimsen, eða ef tannhljóð sé í enda stofns ættarnafna gerðra af mannanöfnum eins og Haralz og Sigurz.