Barist við eld í Kharkív eftir árás.
Barist við eld í Kharkív eftir árás.
Úkraínuher segist hafa hrundið tilraun Rússa til að ráðast frá Rússlandi inn í norðurhluta Kharkív-héraðs í Úkraínu í gær. Úkraínuher hrakti Rússa frá svæðinu fyrir tæpum tveimur árum. Óbreyttum borgurum var sagt að flýja frá svæðinu þar sem harðir…

Úkraínuher segist hafa hrundið tilraun Rússa til að ráðast frá Rússlandi inn í norðurhluta Kharkív-héraðs í Úkraínu í gær. Úkraínuher hrakti Rússa frá svæðinu fyrir tæpum tveimur árum.

Óbreyttum borgurum var sagt að flýja frá svæðinu þar sem harðir bardagar geisuðu milli rússneskra og úkraínskra hersveita.

Háttsettur heimildarmaður innan Úkraínuhers sagði við AFP-fréttastofuna að Rússar hefðu sótt um það bil kílómetra inn í héraðið og markmið þeirra væri að reyna að ná yfirráðum á svæði við landamærin á ný til að koma í veg fyrir árásir, sem gerðar hafa verið þaðan á rússneskt landsvæði. Úkraínskir herstjórar hafa búist við aðgerðum Rússa í héraðinu en segja þá ekki hafa nægan herstyrk til að ná þar fótfestu.