Framsækin Hópurinn Nordic Affect.
Framsækin Hópurinn Nordic Affect.
Nordic Affect heldur tónleika í Mengi annað kvöld kl. 20. „Á tónleikunum Íslandsfrumflytur hópurinn verk Anneu Lockwood, bayou-borne, for Pauline. Lock­wood er eitt af stærri nöfnum bandarísku tilraunatónlistarsenunnar og þekkt fyrir athuganir á…

Nordic Affect heldur tónleika í Mengi annað kvöld kl. 20. „Á tónleikunum Íslandsfrumflytur hópurinn verk Anneu Lockwood, bayou-borne, for Pauline. Lock­wood er eitt af stærri nöfnum bandarísku tilraunatónlistarsenunnar og þekkt fyrir athuganir á náttúrulegum hljóðgjöfum ásamt tengslum manns og umhverfis.

Verkið bayou-borne, for Pauline er samið til heiðurs vinkonu ­hennar, tónskáldinu Pauline ­Oliveros sem jafnframt tileinkaði líf sítt íhugulli hlustun og umhverfisáhuga. Útgangspunktur tónsmíðarinnar er að sögn Lockwood ástríða Oliveros fyrir tónlistarspuna og áhugi hennar á tengslum umhverfis og manneskju. Þar sem verkið er fyrir sex flytjendur mæta góðir gestir á svið með Nordic Affect, þeir John McCoven og Matthias Engler. Önnur verk á tónleikunum eru fengin úr útgáfunni Graphème. Fyrir valinu varð Contamination eftir frönsk/líbönsku spunatónlistarkonuna Christine ­Abdel­nour, ásamt verkinu Trees, Traces and Roots eftir þýsku umhverfishljóðlistar­konuna Sabine Vogel,“ segir í tilkynningu.