KSÍ Eysteinn Pétur Lárusson tekur við af Klöru Bjartmarz.
KSÍ Eysteinn Pétur Lárusson tekur við af Klöru Bjartmarz. — Ljósmynd/Lögreglan
Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ frá og með 1. september í stað Klöru Bjartmarz sem hætti störfum í lok febrúar. Eysteinn, sem er 45 ára, hefur verið framkvæmdastjóri hjá Breiðabliki undanfarin tíu ár, fyrst hjá knattspyrnudeild og síðan félaginu í heild

Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ frá og með 1. september í stað Klöru Bjartmarz sem hætti störfum í lok febrúar. Eysteinn, sem er 45 ára, hefur verið framkvæmdastjóri hjá Breiðabliki undanfarin tíu ár, fyrst hjá knattspyrnudeild og síðan félaginu í heild. Hann var lengi leikmaður með Hvöt, Tindastóli og Þrótti í Reykjavík og starfaði einnig sem þjálfari og íþróttastjóri hjá Hvöt og Þrótti.