Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Ekki hefur enn náðst samkomulag milli BSRB og viðsemjenda þess hjá hinu opinbera um jöfnun launa á milli markaða. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að viðræður séu ennþá í gangi og þó nokkuð langt á milli viðsemjenda

Ekki hefur enn náðst samkomulag milli BSRB og viðsemjenda þess hjá hinu opinbera um jöfnun launa á milli markaða. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að viðræður séu ennþá í gangi og þó nokkuð langt á milli viðsemjenda. Úrlausn þessa máls, sem er sameiginlegt mál aðildarfélaganna á borði BSRB, er forsenda fyrir því að skrifað verði undir kjarasamninga.

Spurð hvort rætt sé um að vísa málinu til ríkissáttasemjara segir Sonja að þetta mál sé ekki á kjarasamningaborðinu sjálfu. „Hins vegar óskuðum við eftir því að hann myndi fara með málið eins og um kjaradeilu væri að ræða,“ segir hún. Meiri árangur hefur náðst í viðræðum um breytingar á vaktavinnu. Sonja segir að vaktavinnuhópur sem unnið hefur að því máli hafi nú lokið við gerð tillagna sinna, sem sé skref fram á við.

Viðræður einstakra aðildarfélaga eru mislangt á veg komnar. „Þær eru aðeins að þokast en fólk upplifir mjög mikinn hægagang,“ segir Sonja. omfr@mbl.is