— AFP/Patricia de Melo Moreira
Storkar í Portúgal hafa breytt lifnaðarháttum sínum á undanförnum árum. Í stað þess að fljúga til Afríku á haustin og snúa síðan til baka þegar vorar til að verpa og unga út hafa þeir nú vetrarsetu í Portúgal

Storkar í Portúgal hafa breytt lifnaðarháttum sínum á undanförnum árum. Í stað þess að fljúga til Afríku á haustin og snúa síðan til baka þegar vorar til að verpa og unga út hafa þeir nú vetrarsetu í Portúgal. Er þetta rakið til nægrar fæðu, sem fuglarnir finna meðal annars í ruslahaugum, og hlýrra veðurs á veturna en áður.

Storkarnir hafa á síðustu árum í ríkari mæli gert sér hreiður í rafmagnsmöstrum og eru oft um 30 hreiður í hverju mastri. Fyrirtækið REN, sem rekur raforkunetið, hefur víða komið fyrir pöllum í möstrunum þar sem storkarnir gera komið sér fyrir.

Hvítir storkar voru skilgreindir sem stofn í hættu um síðustu aldamót í Portúgal en á síðasta áratug hefur þeim fjölgað hratt úr um 12 þúsund varppörum í yfir 20 þúsund nú.