Heildsala Magnús Óli Ólafsson, forstjóri og stofnandi Innness.
Heildsala Magnús Óli Ólafsson, forstjóri og stofnandi Innness. — Morgunblaðið/Eggert
Hagnaður heildverslunarinnar Innness nam í fyrra 285 m.kr., samanborið við 33 m.kr. hagnað árið áður. Tekjur félagsins námu rúmum 17,8 mö. kr. og jukust um 4,7 ma. kr. á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 853 m.kr., samanborið við 532 m.kr

Hagnaður heildverslunarinnar Innness nam í fyrra 285 m.kr., samanborið við 33 m.kr. hagnað árið áður. Tekjur félagsins námu rúmum 17,8 mö. kr. og jukust um 4,7 ma. kr. á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 853 m.kr., samanborið við 532 m.kr. árið áður. Eigið fé nam í árslok tæpum 2,8 mö. kr. Enginn arður er greiddur á árinu.

Innnes er sem kunnugt er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins og er í eigu Ólafs Björnssonar og fjölskyldu, í gegnum eignarhaldsfélagið Dalsnes. Félagið keypti í fyrra innflutningsfyrirtækið Djúpalón, sem skapar um 78 m.kr. af hagnaði ársins.