Í nýframkominni álitsgerð fjármálaráðs segir: „Framboðsskortur á húsnæði undanfarin ár hefur leitt til töluverðs ójafnvægis á húsnæðismarkaði, sem veldur m.a. misvægi á kjörum ungs fólks og þeirra sem eldri eru og eiga húsnæði. Ójafnvægi á húsnæðismarkaði orsakast fyrst og fremst af því að ekki hefur verið tekið nægilega á framboðsvandanum sjálfum og of mikið hefur verið byggt á skammtímalausnum sem auka kaupgetu þeirra sem keppa um íbúðir.“

Í nýframkominni álitsgerð fjármálaráðs segir: „Framboðsskortur á húsnæði undanfarin ár hefur leitt til töluverðs ójafnvægis á húsnæðismarkaði, sem veldur m.a. misvægi á kjörum ungs fólks og þeirra sem eldri eru og eiga húsnæði. Ójafnvægi á húsnæðismarkaði orsakast fyrst og fremst af því að ekki hefur verið tekið nægilega á framboðsvandanum sjálfum og of mikið hefur verið byggt á skammtímalausnum sem auka kaupgetu þeirra sem keppa um íbúðir.“

Í nýjum Peningamálum Seðlabankans er einnig vikið að þessum vanda. Þar segir að kaupsamningum um íbúðir fari fjölgandi og megi líklega rekja til eftirspurnar Grindvíkinga, sem eðli máls samkvæmt þurfa nýtt húsnæði. Þá segir Seðlabankinn að framboð íbúða hafi farið minnkandi að undanförnu og „hlutfall íbúða sem seldar eru yfir ásettu söluverði hækkað á ný eftir að það náði lágmarki í tæplega 11% í janúar sl.“.

Seðlabankinn segir einnig að óvissa sé um framboðshlið markaðarins, og bætir við: „Frekari tafir á byggingarframkvæmdum gætu t.d. leitt til meiri hækkunar húsnæðisverðs en nú er spáð.“

Þetta er alvarlegt mál og hefur áhrif á verðbólgu og stýrivexti, fyrir utan að gera fólki erfitt fyrir að eignast íbúð. Samt virðast viðhorf til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis sáralítið breytast.