— Ljósmynd/Amy Muir
Kvikmyndin Heimaleikurinn hefur farið sigurför um heiminn og segist annar leikstjóri myndarinnar ekki alveg skilja hvað sé að gerast. Leikstjórar eru Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson en sagan segir frá tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla …

Kvikmyndin Heimaleikurinn hefur farið sigurför um heiminn og segist annar leikstjóri myndarinnar ekki alveg skilja hvað sé að gerast. Leikstjórar eru Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson en sagan segir frá tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla draum föður síns, sem byggði fótboltavöll á Hellissandi fyrir um 25 árum. Verkefnið var að fá að spila langþráðan vígsluleik. „Þetta er allt að fara úr böndunum hjá okkur,“ sagði Smári kátur í bragði í Ísland vaknar eftir að myndin hlaut verðlaun í Glasgow. K100.is.