„Síðustu þrjú árin hafa farið í að þróa forrit, fyrsta svefnforritið í heiminum sem er eingöngu fyrir konur,“ segir dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns, í Ísland vaknar

„Síðustu þrjú árin hafa farið í að þróa forrit, fyrsta svefnforritið í heiminum sem er eingöngu fyrir konur,“ segir dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns, í Ísland vaknar. Snjallforritið, Shesleep, var sett í loftið á alþjóðlegum degi svefns en Erla segir mikla vöntun á slíku forriti. „Vegna þess að svefnvandi er mun algengari hjá konum og þá sérstaklega svefnleysi. Þær eru nánast tvöfalt líklegri til að eiga við svefnleysi og þar koma alls konar þættir inn eins og hormónasveiflur, breytingaskeiðið, aukin streita og fleira. Við ætlum að reyna að hjálpa konum með þessu forriti, það er okkar hugsjón að reyna að hjálpa konum að sofa betur um allan heim.“ Forritið er heildræn lausn fyrir þær konur sem hafa áhuga á svefni og vilja skoða eigin svefnmynstur en einnig þær sem kljást við alvarlegan svefnvanda og þurfa einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Lestu meira á K100.is.