— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fimm herskip og einn kafbátur komu til hafnar í Reykjavík í gær. Skipin voru að ljúka þátttöku í kafbátaleitaræfingu Atlantshafsbandalagsins sem ber heitið Dynamic Mongoose. Þetta er árleg æfing sem fer yfirleitt fram á hafsvæðinu á milli Íslands og …

Fimm herskip og einn kafbátur komu til hafnar í Reykjavík í gær. Skipin voru að ljúka þátttöku í kafbátaleitaræfingu Atlantshafsbandalagsins sem ber heitið Dynamic Mongoose. Þetta er árleg æfing sem fer yfirleitt fram á hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs og er Ísland gistiríki æfingarinnar annað hvert ár. Skipin eru frá Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Bretlandi og Spáni.