Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri verður opnuð á morgun, sunnudaginn 12. maí, klukkan 13. Myndlistarmennirnir og hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson vinna verk sérstaklega fyrir Sigurhæðir í ár

Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri verður opnuð á morgun, sunnudaginn 12. maí, klukkan 13. Myndlistarmennirnir og hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson vinna verk sérstaklega fyrir Sigurhæðir í ár. Í tilefni 150 ára afmælis þjóðsöngsins unnu þau handgerða postulínsdiska sem bera tilvitnun í bréf Matthíasar Jochumssonar frá 1867. Ásamt þeirra verkum eru kynntir forverar okkar í listum og menningu, persónur úr menningarsögunni, frumkvöðlar á fyrstu stigum íslenskrar menningarsenu innanlands og utan áratugina í kringum 1900, segir í tilkynningu.