Dúó Stemma
Dúó Stemma
Boðið verður upp á tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi um helgina. „Dúó Stemma, skipað Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara, kemur fram á yndislegum fjölskyldutónleikum í Salnum

Boðið verður upp á tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi um helgina. „Dúó Stemma, skipað Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara, kemur fram á yndislegum fjölskyldutónleikum í Salnum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin,“ segir í tilkynningu, en tónleikarnir eru í dag, laugardag, kl. 15.

Á morgun, sunnudag, kemur Kvintettinn ­Kalais fram á tónleikum kl. 13.30. „Kvintettinn Kalais er skipaður Martial Nardeau á flautu, Matthíasi Nardeau á óbó, Grími Helgasyni á klarinett, Emil Friðfinnssyni á horn og Brjáni Ingasyni á fagott en þeir eru allir félagar í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á efnisskrá eru tvö verk eftir Martial. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.“