Norður ♠ 63 ♥ 864 ♦ ÁK42 ♣ ÁD53 Vestur ♠ K1085 ♥ KDG ♦ G983 ♣ 108 Austur ♠ D974 ♥ 109 ♦ D105 ♣ G976 Suður ♠ ÁG2 ♥ Á7532 ♦ 76 ♣ K42 Suður spilar 4♥

Norður

♠ 63

♥ 864

♦ ÁK42

♣ ÁD53

Vestur

♠ K1085

♥ KDG

♦ G983

♣ 108

Austur

♠ D974

♥ 109

♦ D105

♣ G976

Suður

♠ ÁG2

♥ Á7532

♦ 76

♣ K42

Suður spilar 4♥.

„Þetta er eins og að kaupa skó.“ Önnur sögn suðurs var til umræðu á kaffifundi þríeykisins og Gölturinn var í skáldlegu skapi: Suður opnar á 1♥ og fær svar á 2♣. Nú er engin réttlýsandi sögn til – það vantar fjórða laufið í 3♣, tígulfyrirstöðu í 2G og lengra/betra hjarta í 2♥.

Gölturinn vill segja 2♠. „Það er skárra að kaupa víða skó en þrönga,“ segir hann, því alltaf má fara í þykkari sokka. Í þessu tilfelli skiptir svo sem engu máli hvað suður gerir – norður mun alltaf segja 4♥ næst og þar lýkur sögnum. Hjartakóngur út.

Suður dúkkar, drepur næsta slag á hjartaás, spilar tígli þrisvar og trompar. Spilar laufi á blindan og trompar aftur tígul. Spilar svo laufinu og trompar það fjórða með síðasta trompinu heima. Vestur er varnarlaus, hvenær sem hann kýs að trompa.