Samkvæmi á Mallorca.
Samkvæmi á Mallorca.
Stjórnvöld á spænsku Baleareyjunum hafa sett frekari skorður við áfengisneyslu á almannafæri og starfsemi svonefndra samkvæmisskipa

Stjórnvöld á spænsku Baleareyjunum hafa sett frekari skorður við áfengisneyslu á almannafæri og starfsemi svonefndra samkvæmisskipa.

Samkvæmt reglunum, sem taka gildi í dag, er hægt að sekta þá sem verða staðnir að áfengisdrykkju á almannafæri um 500-1.500 evrur, jafnvirði 75.000 til 225.000 króna. Lögreglu ber að skrá þjóðerni þeirra sem brjóta þessar reglur og afhenda viðkomandi sendiskrifstofum þær upplýsingar.