Gæðastund Mæðginin Guðrún Bentína og Ívar Orri saman í Smáranum.
Gæðastund Mæðginin Guðrún Bentína og Ívar Orri saman í Smáranum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Lífið er að komast í eðlilegan farveg,“ segir Guðrún Bentína Frímannsdóttir úr Grindavík. Algengt er að fólk þaðan úr bæ, sem flýja þurfti heimahagana í nóvember sl., búi nú margt á sömu svæðum, svo tala má um Grindvíkingahverfi

„Lífið er að komast í eðlilegan farveg,“ segir Guðrún Bentína Frímannsdóttir úr Grindavík. Algengt er að fólk þaðan úr bæ, sem flýja þurfti heimahagana í nóvember sl., búi nú margt á sömu svæðum, svo tala má um Grindvíkingahverfi. Þetta eru til dæmis Álftanes í Garðabæ, Vogabyggð í Reykjavík og Smárinn í Kópavogi. Margir eru einnig í Vogum, Reykjanesbæ og á Selfossi.

Bentína býr nú með sínu fólki í Sunnusmára í Kópavogi og segir aðstæður þar með ágætum. Börn úr Grindavík hafi fengið góða móttökur í skólum og í íþróttum hjá Breiðabliki. Stuðningur ríksins við uppkaup á húsnæði hafi gert fjölskyldunni kleift að hefja nýtt líf.

„Stjórnvöld hafa vissulega komið til móts við Grindvíkinga, en þetta allt hefur bara tekið alltof langan tíma. Grindavíkurmál hafa nánast verið að gleymast, sem má ekki gerast,“ segir Bentína. » 20-22