Daria Testo
Daria Testo
Ættgarður / Kindred nefnist sýning sem opnuð verður í Elliðaárstöð á morgun og stendur til 26. maí. „Á sýningunni eru könnuð margslungin saga Elliðaársvæðisins og tengsl mannfólks og annars lífríkis sem þar dafnar

Ættgarður / Kindred nefnist sýning sem opnuð verður í Elliðaárstöð á morgun og stendur til 26. maí. „Á sýningunni eru könnuð margslungin saga Elliðaársvæðisins og tengsl mannfólks og annars lífríkis sem þar dafnar. Aðkoma sýningarstjóra og listamanna einkennist af virðingu fyrir lífinu sem falið er í landinu, og frásögnum þess. Þverfagleg nálgun listamannanna gerir kleift að gæða sagnirnar lífi, sem og segja sögu svæðisins af líffræðilegum, þjóðsagnfræðilegum og jarðfræðilegum toga, en fyrir tíma mannfólks hafði eldvirkni umbreytt landinu,“ segir í tilkynningu.

Ættgarður er lokaverkefni Dariu Testo í meistaranámi í sýningagerð við myndlistardeild LHÍ. Í sýningunni taka þátt Corinna J. Duschl, Emil Gunnarsson, Vala Sigurðardóttir, Masaya Ozaki, og þríeykið Ariuna Bulutova, Igor Kanz og Dagmar Gertot.