Maður liggur milli þúfna með kíki, kemur auga á sjaldgæfan fugl, færir sig aðeins til – en þá er hann floginn. Þá hefur maður misst sjónar á honum . En til þess þarf maður að hafa fest sjónir á honum : komið auga á…

Maður liggur milli þúfna með kíki, kemur auga á sjaldgæfan fugl, færir sig aðeins til – en þá er hann floginn. Þá hefur maður misst sjónar á honum. En til þess þarf maður að hafa fest sjónir á honum: komið auga á hann. Maður festir sjónir á og missir sjónar á þágufalli: einhverjum. Og nota bene: festir sjónir en missir sjónar.