Apótek Heilbrigðisráðherra kveðst bjartsýnn á að ekki komi til skerðingar á þjónustu í apótekum á landsbyggðinni núna í sumar.
Apótek Heilbrigðisráðherra kveðst bjartsýnn á að ekki komi til skerðingar á þjónustu í apótekum á landsbyggðinni núna í sumar. — Morgunblaðið/Friðrik
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Þegar sambærilegt mál kom upp fyrir tveimur árum beittum við okkur fyrir því að háskólinn gæfi út svokallaða snemmstaðfestingu undir lok maí svo útskriftarnemar gætu byrjað fyrr að vinna,“ segir í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Tilefnið er yfirvofandi skerðing á þjónustu eða lokanir apóteka í sumar, einkum á landsbyggðinni.

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Þegar sambærilegt mál kom upp fyrir tveimur árum beittum við okkur fyrir því að háskólinn gæfi út svokallaða snemmstaðfestingu undir lok maí svo útskriftarnemar gætu byrjað fyrr að vinna,“ segir í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Tilefnið er yfirvofandi skerðing á þjónustu eða lokanir apóteka í sumar, einkum á landsbyggðinni.

Ástæða þess er sú að Háskóli Íslands kveðst ekki hafa tök á að staðfesta áður en til brautskráningar kemur að nemendur í lyfjafræði hafi staðist próf í fræðunum. Óttast Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, að það leiði til þess að nýútskrifaðir lyfjafræðingar komist síðar en ella til starfa í apótekunum og að þjónusta þeirra verði skert í sumar sökum manneklu. Lýsti hann áhyggjum sínum af stöðu þessara mála í frétt í Morgunblaðinu sl. fimmtudag.

Landlæknir veitir starfsleyfi

Willum segir að það sé á borði landlæknis að veita starfsleyfi. Til þess þarf að fá staðfestingu frá Háskóla Íslands um brautskráningu.

„Þegar sambærilegt mál kom upp fyrir tveimur árum beittum við okkur fyrir því að háskólinn gæfi út svokallaða snemmstaðfestingu undir lok maí svo útskriftarnemar gætu byrjað fyrr að vinna,“ segir ráðherrann.

Rætt við Háskóla Íslands

Eins og staðan er nú áformar skólinn að gefa út staðfestingu á brautskráningu við útskrift hinn 15. júní. Það er talið þýða að nýútskrifaðir lyfjafræðingar komist ekki út á vinnumarkaðinn fyrr en snemma í júlí.

„Við höfum haft samband við háskólann vegna þessa, þar sem við óskum eftir því að hann endurskoði afstöðu sína og haldi uppteknum hætti og aðstoði sína nemendur við þessa snemmstaðfestingu á brautskráningu. Við höfum einnig rætt við landlæknisembættið um að vera tilbúið hratt og örugglega að gefa út starfsleyfi um leið og staðfesting á brautskráningu berst,“ segir hann.

Leyst með farsælum hætti hingað til

Spurður hvort ráðherrann hafi áhyggjur af mögulegri skerðingu á þjónustu apóteka á landsbyggðinni segir hann:

„Hingað til hafa þessi mál verið leyst með farsælum hætti, með góðri samvinnu stofnana, og ég á ekki von á öðru í sumar.“