Hægt er að hlusta á lagið Hind's Hall á öllum helstu veitum.
Hægt er að hlusta á lagið Hind's Hall á öllum helstu veitum. — AFP/Michael Cizek
Stuðningur Söngvarinn Macklemore gaf nýverið út lagið „Hind's Hall“ þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Palestínu sem og þá háskólanemendur sem voru handteknir á dögunum. Nemendur víðsvegar um Bandaríkin hafa mótmælt hernaðaraðgerðum Ísraela á Gasa með ýmsum leiðum

Stuðningur Söngvarinn Macklemore gaf nýverið út lagið „Hind's Hall“ þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Palestínu sem og þá háskólanemendur sem voru handteknir á dögunum. Nemendur víðsvegar um Bandaríkin hafa mótmælt hernaðaraðgerðum Ísraela á Gasa með ýmsum leiðum. Lögreglan hefur brugðist hart við þeim mótmælum, meðal annars beitt ofbeldi, skotið á nemendur úr litabyssum og fleira. Macklemore mótmælir þessum aðgerðum, sem og stuðningi Joes Bidens Bandaríkjaforseta við Ísrael, og segist ekki ætla að veita honum atkvæði sitt í forsetakosningunum sem fara fram í haust.