Gult Verkið „Smjör“ (2023) eftir Örnu Óttarsdóttur verður á sýningunni.
Gult Verkið „Smjör“ (2023) eftir Örnu Óttarsdóttur verður á sýningunni.
Í tíma og ótíma nefnist sýning sem opnuð verður í Hafnarborg í dag kl. 14. Þar er sjónum beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum þriggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, þeirra Örnu Óttarsdóttur, Leslie Roberts og Amy Brener

Í tíma og ótíma nefnist sýning sem opnuð verður í Hafnarborg í dag kl. 14. Þar er sjónum beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum þriggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, þeirra Örnu Óttarsdóttur, Leslie Roberts og Amy Brener. Sýningarstjóri er Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, eins og segir í tilkynningu.

„Á sýningunni er tíminn skoðaður í víðu samhengi, allt frá heimspekilegum vangaveltum um hugtak og eðli tímans til þeirrar persónulegu túlkunar á samtímanum sem einkennir verkin en hugleiðingar um tíma fléttast á mismunandi hátt inn í verk og vinnuaðferðir allra þriggja. Handverkið sem finna má í verkum listakvennanna ber merki um þrá eftir hægagangi og íhugun sem mótsvar við hraða samtímans. Verk þeirra mætti þannig lesa sem tilraun til að stöðva tímann eða jafnvel til þess að stíga út úr samtímanum og inn í óræðan tíma listaverksins.“