Landslið Einar Bragi Aðalsteinsson í fyrsta landsleiknum.
Landslið Einar Bragi Aðalsteinsson í fyrsta landsleiknum. — Morgunblaðið/Eggert
Handknattleiksmaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson yfirgefur FH og gengur til liðs við sænska félagið Kristianstad að yfirstandandi tímabili loknu. Einar er 21 árs gamall og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Eistlandi á miðvikudaginn

Handknattleiksmaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson yfirgefur FH og gengur til liðs við sænska félagið Kristianstad að yfirstandandi tímabili loknu. Einar er 21 árs gamall og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Eistlandi á miðvikudaginn. Hann hefur skorað 112 mörk í 28 leikjum FH á Íslandsmótinu í vetur en hann kom til félagsins frá HK fyrir tveimur árum. Kristianstad er í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn þessa dagana.