— Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Hver ert þú? Ég er sviðslistamaður, grínisti og spunaleikari, menntaður af sviðshöfundabraut LHÍ. Ég hef verið að setja upp sjálfstæðar sýningar eftir útskrift og hef verið að skrifa, leikstýra, koma fram og halda utan um sýningar

Hver ert þú?

Ég er sviðslistamaður, grínisti og spunaleikari, menntaður af sviðshöfundabraut LHÍ. Ég hef verið að setja upp sjálfstæðar sýningar eftir útskrift og hef verið að skrifa, leikstýra, koma fram og halda utan um sýningar. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Ég hef flakkað á milli verkefna innan leikhússins.

Er alltaf nóg að gera?

Já, akkúrat núna er ég listrænn stjórnandi Improv Íslands, spunahópsins í Þjóðleikhúskjallaranum, og er að stýra honum. Ég byrjaði þar 2015 og það kveikti að einhverju leyti leikhúsbakteríuna.

Hefur þú verið lengi í uppistandi?

Síðan 2019, en ég slysaðist inn í uppistand þegar ég var beðinn um að kynna með Villa Neto og Stefáni Ingvari. Við stofnuðum svo uppistandshópinn VHS með Vigdísi Hafliða líka. Við sýndum í gegnum covid og eftir og höfum átt skemmtilegt samstarf.

Er erfitt að vera uppistandari?

Já, það er erfitt! Í uppistandi er allt ákveðið fyrirfram en í spuna er ekkert skrifað fyrirfram og þó það hljómi þversagnakennt þá finnst mér meira kvíðavaldandi að vera í uppistandi en spuna.

Segðu mér frá Vangadansi.

Við Inga Steinunn sýnum nú Vangadans í Þjóðleikhúsinu, sem er uppistandssýning. Við erum með svipaðan húmor en erum mjög ólík. Við erum eins og tómatsósa og steiktur laukur; mjög ólík en pössum vel saman. Inga Steinunn er ein fyndnasta manneskja sem ég þekki.

Hverju eruð þið að gera grín að?

Við förum um víðan völl en erum yfirleitt að tala um okkur sjálf og okkar líf. Við gerum óspart grín að okkur sjálfum. Við erum líka með smá spuna á sviðinu þannig að sýningin er mjög fjölbreytt. Lokasýningin er nú á föstudag.

Hákon Örn Helgason er ásamt Ingu Steinunni Henningsdóttur með uppistandssýninguna Vangadans í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 17. maí kl. 20. Miðar fást á tix.is.