Seðlabankastjórinn Jóhannes Nordal var einn atkvæðamesti maður í efnahagslífi þjóðarinnar á liðinni öld, auk aðkomu að fræðum og menningu.
Seðlabankastjórinn Jóhannes Nordal var einn atkvæðamesti maður í efnahagslífi þjóðarinnar á liðinni öld, auk aðkomu að fræðum og menningu. — Morgunblaðið/Þorkell
Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar Nordals fyrrverandi seðlabankastjóra í dag, laugardag. Af því tilefni verður dagskrá í Eddu, Arngrímsgötu 5, og hefst málþingið kl. 15.00. Haldin verða sex stutt erindi sem bregða upp mynd af Jóhannesi og viðfangsefnum hans á viðburðaríkri ævi

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar Nordals fyrrverandi seðlabankastjóra í dag, laugardag. Af því tilefni verður dagskrá í Eddu, Arngrímsgötu 5, og hefst málþingið kl. 15.00.

Haldin verða sex stutt erindi sem bregða upp mynd af Jóhannesi og viðfangsefnum hans á viðburðaríkri ævi.

Sveinn Agnarsson, prófessor í hagfræði, fjallar um einkatíma í hagsögu, Þórólfur Þórlindsson prófessor emeritus fjallar um framlag Jóhannesar til vísindamála, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fjallar um seðlabankastjórann Jóhannes, Guðrún Pétursdóttir prófessor emeritus fjallar um vináttu kynslóðanna, Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fjallar um samskipti stjórnmálamanna og embættismanna og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fjallar um stjórnarmyndanir og utanþingsstjórnir.

Jóhannes var einhver áhrifaríkasti maður í efnahagslífi og atvinnuuppbyggingu á liðinni öld, en hann lét jafnframt mikið til sín taka á vettvangi fræða og menningar.

Hann var skipaður seðlabankastjóri við stofnun bankans árið 1961 og starfaði þar í 32 ár uns hann lét af störfum að eigin ósk. Jóhannes var lengi stjórnarformaður Landsvirkjunar á tímum mikillar uppbyggingar í sögu fyrirtækisins. Jóhannes lést í mars á síðasta ári, á 99. aldursári.

Boðið verður upp á léttar veitingar í anddyri Eddu að dagskrá lokinni.