Músíkölsk Kammersveit Reykjavíkur.
Músíkölsk Kammersveit Reykjavíkur.
Kammersveit Reykjavíkur leikur Karnival dýranna eftir franska tónskáldið Saint-Saëns á fjölskyldutónleikum í Norðurljósum í Hörpu á morgun kl. 16. „Karnival dýranna, hið ástsæla verk allrar fjölskyldunnar, samanstendur af 14 stuttum köflum sem allir lýsa mismunandi dýrum í tónum

Kammersveit Reykjavíkur leikur Karnival dýranna eftir franska tónskáldið Saint-Saëns á fjölskyldutónleikum í Norðurljósum í Hörpu á morgun kl. 16. „Karnival dýranna, hið ástsæla verk allrar fjölskyldunnar, samanstendur af 14 stuttum köflum sem allir lýsa mismunandi dýrum í tónum. Tónlistin er bæði grípandi og uppfull af músíkölskum bröndurum og kynnir auk þess helstu tónlistarhugtök auk mismunandi eiginleika og karakters hljóðfæranna,“ segir í tilkynningu frá sveitinni.

Þar kemur fram að Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir muni leiða tónleikagesti inn í heim tónlistarinnar og dýranna og flytja ljóð sem Þórarinn Eldjárn hefur samið í kringum tónverkið. Myndlýsingum Kristínar Maríu Ingimarsdóttur af dýrunum verður varpað upp á skjá. Verkið verður flutt í upprunalegri mynd sinni fyrir tvö píanó og kammersveit. Auk þess hljómar Mars skylmingameistaranna eftir Julius Fucik og vel getur verið að valsandi köttur eftir Leroy Anderson í útsetningu Hrafnkels Orra Egilssonar laumi sér á efnisskrána. Tónleikarnir eru um 40 mínútur og eru miðaðir við 4-12 ára börn og aðstandendur þeirra.