Guðm. Jónas Kristjánsson
Guðm. Jónas Kristjánsson
Því er afar brýnt að til embættis forseta Íslands veljist sannur og staðfastur fullveldissinni.

Guðm. Jónas Kristjánsson

Fullveldið var ekki sjálfgefið. Lýðveldið var ekki sjálfgefið. En hvort tveggja leiddi til mesta framfaraskeiðs íslensku þjóðarinnar, ásamt skjaldborg um íslenska þjóðmenningu og tungu. En nú eru viðsjárverðir tímar. Stríðsátök víða um heim og fast er sótt m.a. að fullveldi Íslands úr ólíkustu áttum. Já sem aldrei fyrr! Mikilvægasta fjöreggi okkar Íslendinga. Því er afar brýnt að til embættis forseta Íslands veljist sannur og staðfastur fullveldissinni hinn 1. júní nk. Einmitt á þessum óvissutímum! Já sannkallaður öryggisventill! Í mínum huga kemur aðeins einn til greina sem slíkur forseti og sem gjörþekkir stjórnskipan Íslands, sögu lands og þjóðar. Já sannur fullveldissinni: Arnar Þór Jónsson. Áfram Ísland!

Höfundur er bókhaldari.

Höf.: Guðm. Jónas Kristjánsson