Sviss vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þriðja sinn á laugardagskvöldið, en söngvarinn Nemo flutti þar lagið „The Code“. Hlaut lagið samtals 591 stig í efsta sæti, en þar af komu 365 stig frá dómnefndum þátttökuríkjanna

Sviss vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þriðja sinn á laugardagskvöldið, en söngvarinn Nemo flutti þar lagið „The Code“. Hlaut lagið samtals 591 stig í efsta sæti, en þar af komu 365 stig frá dómnefndum þátttökuríkjanna.

Íslenska dómnefndin gaf Frakklandi 12 stig, Króatíu 10 stig og Bretum átta, en breska lagið fékk engin stig úr símakosningunni. Almenningur á Íslandi gaf Króatíu 12 stig, Frakklandi 10 og framlagi Ísraels átta stig.

Athygli vekur að íslenska dómnefndin setti lag Ísraels í næstneðsta sæti, á undan Eistlandi, af atriðunum 25. Fengu Ísraelar annars 52 stig samtals frá dómnefndunum, en 323 stig frá almenningi, hið næstmesta á eftir Króatíu.