— Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, tók ásamt Elizu Reid forsetafrú á móti nýjum íslenskum ríkisborgurum á Bessastöðum í gær og tilkynnti embætti forseta eftirfarandi í fréttatilkynningu: „Það að fá nýjan ríkisborgararétt er stór…

Forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, tók ásamt Elizu Reid forsetafrú á móti nýjum íslenskum ríkisborgurum á Bessastöðum í gær og tilkynnti embætti forseta eftirfarandi í fréttatilkynningu:

„Það að fá nýjan ríkisborgararétt er stór áfangi í lífi margra og skiptir miklu máli að fólk sem þannig gengur til liðs við íslenskt samfélag finni að það er hjartanlega velkomið.“

Með boðinu í gær er brotið blað í sögu forsetaembættisins en þetta var í fyrsta sinn sem forseti lýðveldisins býður nýjum ríkisborgurum landsins til embættisbústaðarins á Álftanesi. Kemur hugmyndin frá forsetahjónunum sjálfum en ámóta gestrisni mun tíðkuð í Kanada, heimalandi forsetafrúarinnar.