Á toppnum Leandro Trossard skoraði sigurmark Arsenal í gær.
Á toppnum Leandro Trossard skoraði sigurmark Arsenal í gær. — AFP/Paul Ellis
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla eftir sterkan útisigur á Manchester United, 1:0, í næstsíðustu umferð deildarinnar á Old Trafford í gær. Í hádeginu á laugardag vann Manchester City öruggan útisigur á Fulham, 4:0

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla eftir sterkan útisigur á Manchester United, 1:0, í næstsíðustu umferð deildarinnar á Old Trafford í gær.

Í hádeginu á laugardag vann Manchester City öruggan útisigur á Fulham, 4:0. Liðið er í öðru sæti, einu stigi á eftir Arsenal, og á leik til góða gegn Tottenham Hotspur annað kvöld.

Tottenham hélt vonum sínum um að ná fjórða sæti, síðasta Meistaradeildarsætinu, á lífi með því að leggja Burnley að velli, 2:1, á laugardag. Það þýðir að Burnley er fallið niður í B-deild.

West Ham United lagði Luton Town að velli, 3:1, á laugardag.

Luton er þremur stigum frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina, með mun lakara markahlutfall en Nottingham Forest í sætinu fyrir ofan og þarf á kraftaverki að halda ætli liðið að forðast það að fylgja hinum nýliðunum, Burnley og Sheffield United, niður um deild.