Bæjarstjóri Ásdís flutti ávarp.
Bæjarstjóri Ásdís flutti ávarp. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sýningin Brot úr ævi jarðar er í aðalhlutverki í nýrri miðstöð menningar og vísinda sem var opnuð í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs um helgina. Þetta er með öðru endurnýjuð barnadeild bókasafnsins – þar sem farnar eru nýjar…

Sýningin Brot úr ævi jarðar er í aðalhlutverki í nýrri miðstöð menningar og vísinda sem var opnuð í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs um helgina.

Þetta er með öðru endurnýjuð barnadeild bókasafnsins – þar sem farnar eru nýjar leiðir til að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Fjöldi gesta var mættur til þess að skoða og njóta. Smíðavöllur var utandyra fyrir börn og fullorðna, nemendur úr Snælandsskóla voru með sögustund og boðið var upp á lista- og vísindasmiðjur.

„Við hér í Kópavogi viljum sjá menningarlífið þróast í takt við nýja tíma og vera brautryðjendur á þeim vettvangi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. „Fyrir ári boðuðum við nýja nálgun í menningarstarfi okkar og einn liður í því var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum okkar. Nýtt upplifunarrými lista, vísinda og bókmennta fangar svo sannarlega þær áherslur og afraksturinn er einstakt rými til að fræðast, skapa, lesa og leika.“

Áhersla var lögð á að sýningin væri opnuð 11. maí, en þann dag árið 1948 var Kópavogshreppur stofnaður sem sjálfstætt sveitarfélag.
sbs@mbl.is