Víkingur úr Reykjavík hafði betur gegn FH, 2:0, í toppslag 6. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu í Víkinni í gærkvöldi. Ríkjandi Íslandsmeistararnir eru nú með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar

Víkingur úr Reykjavík hafði betur gegn FH, 2:0, í toppslag 6. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu í Víkinni í gærkvöldi. Ríkjandi Íslandsmeistararnir eru nú með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.

HK vann sinn annan leik í röð þegar liðið heimsótti KR í Vesturbæinn og hafði betur, 2:1.

Breiðablik lagði Fylki örugglega að velli í Árbænum, 3:0, og kom sér upp í annað sæti deildarinnar. Fylkir og KA hafa enn ekki unnið leik á tímabilinu. » 26