Halla Tómasdóttir Tekur til máls.
Halla Tómasdóttir Tekur til máls.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Forsetaframbjóðendur gerðu víðreist um helgina og héldu fundi meðal kjósenda. Þau Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir voru til dæmis á Norðurlandi; tóku þar fólk tali, heyrðu viðhorf þess og kynntu sjónarmið sín

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Forsetaframbjóðendur gerðu víðreist um helgina og héldu fundi meðal kjósenda. Þau Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir voru til dæmis á Norðurlandi; tóku þar fólk tali, heyrðu viðhorf þess og kynntu sjónarmið sín. Þannig mættu um 300 manns til fundar Katrínar Jakobsdóttur á Akureyri, sem einnig hitti fólk á Ólafsfirði, Siglufirði og Dalvík. Í dag, mánudag, fundar Katrín á Ísafirði og víðar þar vestra.

Halla Tómasdóttir var einnig á ferðinni fyrir norðan um helgina, en í dag verður hún í Reykjavík; mun heimsækja félagsmiðstöðvar eldri borgara og í kvöld fundar hún á kosningamiðstöð sinni með nýjum Íslendingum, fólki af erlendum uppruna. Þá var fjölmenni á laugardagsfundi Jóns Gnarrs á Kaffi Ilmi við Hafnarstræti á Akureyri.

Í gær hélt Halla Hrund Logadóttir fund í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. „Við erum að sækja Íslendinga heim og hér eru þeir margir,“ segir Halla Hrund. Hún flaug utan í gærmorgun, var í Danmörku yfir daginn og ætlaði heim með kvöldvélinni.

Höf.: Sigurður Bogi Sævarsson